Sunnudaginn 20. mars verða fyrstu fermingarathafnirnar í Lágafellskirkju. Fyrri athöfnin er kl. 10:30. Þá þjóna sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Ragnars Jónssonar organista. Jón Magnús Jónsson syngur einsöng með kórnum og Sigrún Harðardóttir spilar á fiðlu. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman.  Í síðari athöfninni, sem heft kl. 13:30  þjóna sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Kristín Pálsdóttir, en að öðru leyti er athöfnin með sama sniði og sú fyrri. Þennan dag munu 33 börn fermast og hægt er að sjá nöfnin þeirra hér á heimasíðu Lágafellssóknar

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

17. mars 2016 14:58

Deildu með vinum þínum