Út er kominn geisladiskurinn Leyfðu höndum Guðs að snerta við þér en þar taka sig saman Svava Kristín Ingólfsdóttir, söngkona, Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Matthías Stefánsson fiðluleikar  og flytja tónlist sem einkennt hefur Heilunarguðsþjónustur í Lágafellskirkju. Heilunarguðsþjónustur í Lágafellskirkju hafa verið afar vel sóttar frá því hin fyrsta var haldin þar í febrúar 2013 að frumkvæði sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests og í samvinnu við Kærleikshópinn. Það má segja að tónlist sé órjúfanlegur þáttur heilunarguðsþjónustunnar
enda tónlist og trú nokkurn veginn jafngamlar mannkyninu sjálfu. Margir hafa hvatt til útgáfu á disk með tónlist úr messunum og hér er hann loksins kominn. Útgáfan var styrkt af Héraðssjóði Kjalarnesumdæmis, sóknarnefnd  Lágafellssóknar og menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.
Hægt er að nálgast diskinn hjá Arnhildi Valgarðsdóttur, organista í síma: 698 7154 og kostar hann 2500 krónur.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. júní 2015 14:05

Deildu með vinum þínum