“Gríptu daginn” –  í kyrrð er yfirskrift Kyrrðardags í Mosfellskirkju þar sem stunduð verður íhugun og notið kyrrð og útiveru í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal. Kyrrðardagurinn verður haldinn Laugardaginn 30. maí kl. 9:00-16:00. Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama.

Umsjón með deginum hafa Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Þátttakendur mæti frá kl.9:00. Allir velkomnir – þátttaka ókeypis. Upplýsingar og skráning hjá Ragnheiði Jónsdóttur í síma 869 9882.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

25. maí 2015 12:45

Deildu með vinum þínum