Jólakírlasálmar eru tónlistarnámskeið fyrir foreldra og ungabörn  0-1 árs
Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra en rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna.  Í kennslunni er einkum stuðst við  sálma og  tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni.  Það krefst ekki sérkunnáttu að syngja fyrir börnin okkar.  Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.
Námskeiðið fer fram í Lágafellskirkju, á föstudagsmorgnum 21. nóv. til og með 12.desember. Hver stund hefst klukkan 10:10 og stendur í 50mínútur. Námskeiðsgjald er krónur 4000 kr. fyrir fjögur skipti. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Berglind í síma 660-7661, barnakor@gmail.com, eða í Safnaðarheimili Lágafellssóknar í síma 566-7113.
Nánari upplýsingar er að finna hér  www.krilasalmar.wordpress.com

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

13. nóvember 2014 10:07

Deildu með vinum þínum