Fimmtudagskvöldið 7. nóvember verður Menningarstund í Lágafellskirkju kl. 20:00 þar sem safnað verður fyrir línuhraðli. Söngvararnir Diddú, Davíð Ólafsson, Bjarni Atlason og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngja. Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir spilar á selló,
Ágústa Dómhildur á fiðlu og Atli Guðlaugsson á trompet. Ólafur Gunnarssonn rithöfundur og bæjarlistarmaður Mosfellsbæjar
les smásögu.Þá syngurKirkjukór Lágafellsóknar.
Allir sem koma að þessu kvöldi gefa vinnu sína. Aðgangseyrir er kr. 2000.- og rennur hann óskiptur til söfnunarinnar
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þetta kvöld en vilja taka þátt í söfnuninni er bent á að hægt
er að leggja inn á reikning söfnunarinnar í Arionbanka: 0301-26- 050082. kt: 460169 6909

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

5. nóvember 2013 12:33

Deildu með vinum þínum