Foreldramorgnar verða á fimmtudögum í vetur og hefjast nú 29. ágúst kl. 10:00. Foreldramorgnar er samverur fyrir foreldra ungra barna sem eru heimavinnandi. Í safnaðarheimlinu er boðið uppá kaffi/te/vatn og meðlæti og góð aðstaða er fyrir börnin til að liggja á gólfinu og leika sér. Þá er líka mjög góð aðstaða til að láta börnin sofa úti í barnavagninum á svölunum. Í hverjum mánuði er svo fræðsla eða kynning af einhverju tagi og er dagskráin skipulög fyrir hverja önn í einu. Hægt er að fá meiri upplýsingar hér á síðunni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. ágúst 2013 13:45

Deildu með vinum þínum