Fimmtudaginn 2. maí verður stofnfundur áhugafélags um útbreiðslu Kyrrðarbænar (Centering prayer) á Íslandi. Félagið mun starfa í nánum tengslum við alþjóðleg samtök sem kallast Contemplative Outreach og kallast Contemplative Outreach á Íslandi. Stofnfundurinn verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti og hefst kl. 17: 30 stundvíslega. Dagskráin hefst með kyrrðarbæn, þá verður léttur kvöldverður og stofnfundurinn hefst að honum loknum. Lög samtakanna verða kynnt, þá verður skráning stofnenda og síðan verður kosið í stjórn hins nýja félags. Tengiliðir Contemplative Outreach á  Íslandi eru Guðrún Eggertsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Áhugafólk um kyrrðarbænina er hvatt til að mæta og taka þátt í stofnun félagsins.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. maí 2013 10:49

Deildu með vinum þínum