Guðsþjónusta að kvöldi föstudagsins langa

Á síðast ári var í fyrsta skipti farin sú leið í Lágafellssókn að færa helgihald föstudagsins langa fram á kvöld. Það mældist ágætlega fyrir og því verður sami háttur hafður á þetta áriðl Að kvöldi föstudagsins langa þann 29. mars verður því guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 20:00.  Sr. Skírnir Garðasson sér um athöfnina og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Örnólfur Kristjánsson leikur á Selló. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngur einsöng.

Upprisu Jesú Krists fagnað að morgni páskadags með guðsþjónustu og morgunverði

Á páskadagsmorgun verður hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 800. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organist er Arnhildur Valgarðsdóttir og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu.

Að athöfninni lokinni býður sóknarnefnd til létts morgunverðar í safnaðarheimilinu.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

26. mars 2013 12:10

Deildu með vinum þínum