Í dag, fimmtudaginn 14. febrúar 2013, var opnuð ný vefsíða Lágafellskirkju. Vefsíða kirkjunnar hafði legið niðri um nokkurt skeið vegna tölvuárása. En nú hefur ný síða verið opnuð og eru upplýsingamál kirkjunnar þá komin í samt lag á ný.

Nýja síðan er sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að hún er sérstaklega hönnuð með farsímanotendur í huga. Síðan er skalanleg (e. responsive) þannig að efni hennar lagar sig jafnt að tölvuskjá sem og farsíma.

Nýja síðan keyrir á WordPress kerfinu sem er opinn hugbúnaður og mikið notaður í kirkjum hérlendis. Uppsetning síðunnar var í umsjón Guðmundar Karls Einarssonar.

Guðmundur Karl Einarsson

14. febrúar 2013 12:47

Deildu með vinum þínum