Mættir: Runólfur, Gylfi, Jón, Páll, Ólína, Herdís, Vallý, Svanhildur, Guðmundur Rafn, Kjartan, Skírnir, Ragnheiður og Hreiðar

Fundur settur af formanni sóknarnefndar kl. 17:13. Bauð hann sérstaklega Guðmund Rafn og Kjartan velkomna til fundarins.

Ritningarlestur og bæn. Ragnheiður las úr ritningunni og síðan leiddi hún fundarmenn í bæn.

Fundargerð síðasta fundar frá 01.11.2011. Fundagerð síðasta fundar var samþykkt.

Heimsókn:- Guðmundur Rafn Sigurðsson frá kirkjugarðaráði og Kjartan Mogesen  komu og kynntu okkur úttekt á kirkjugörðunum að Lágafelli og Mosfelli.  Sjá meðf skjöl.Ákveðið að biðja Kjartan um að vinna með vinnuhóp um málefni garðanna. Hópurinn myndi síðan teikna upp áætlun til næstu ára. Ákveðið var að ásamt Kjartani yrði framkvæmdanefndin í þessum vinnuhópi.

Safnaðarstarfið.  Ragnheiður fór yfir safnaðarstarfið. Þar er allt gott að frétta. Starfi haustannar er  að ljúka og hefst aftur á nýju ári. Nú er verið að undirbúa jólin, starfsfólkið er víða með hugleiðingar hjá félögum hér í bæ.  Aðventukvöldið er nýlokið og allir mjög sáttir með kvöldið. Um jólin er eins og við vitum mikið annríki hjá starfsfólkinu og því sóknarnefndarfólk hvatt til aðstoðar í athöfnum jólanna.  Dreift var skipulagi jólaathafna og sóknarnefndarmenn hvattir til að skrá sig á athöfn.

 

Kynningarmál – safnaðarbréf

Gylfi fór yfir fundi kynningarnefndar og kynnti tillögur  að kynningar -/ birtingaráætlun nefndarinnar fyrir næsta starfsár. Þar er horft á 5 skyndiblöð, eina opnu í Mosfelling  að hausti og kirkjurenning í Mosfellingi reglulega  (15 skipti).Opið verður líka fyrir að auka blaðsiður á skyndiblaði úr 4 síðum í 8 síður ef þörf er á.  Nokkrar umræður voru um birtingaráætlunina og áætlunin var samþykkt. Kostnaður vegna hennar er áætlaður kr. 965.000. á næsta starfsári. Sjá meðfylgjandi áætlun með kostnaðaráætlun. Einnig var rædd   tillaga um segul sem sendur væri inn á heimilin í bænum.  Skoða þarf nánari útfærslur á henni

Fjárhagsáætlun er í vinnslu og mun verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar til afgreiðslu.

 

Rekstur

Kommóða i skrúðhúsi Lágafellskirkju / Öryggiskassar hólf í kirkjunum. Samþykkt að fá  húsgagnasmið til að smíða hyrslu inn í skrúðhúsi. Einnig að skoða borð undir aðventukransa og fleira. Samþykkt að setja upp öryggiskassa í kirkjurnar.

Safnaðarsalur – Tilboð vegna skjávarpa kr. 454.100 fyrir utan uppsetningu- Samþykkt að setja þennan kostnað  inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Hiti i Lágafellskirkju. Hitinn í Lágafellskirkju féll niður um síðustu helgi. Það tókst að ná honum upp. Einhver bilun er líklega í tengingu við hita í bílaplani. Ástandið er stöðugt. Farið verður í skoðun á kerfinu næstkomandi mánudag.

Ljósritunarvélin bilaði og orsökin var léleg umgengni um vélina. Viðgerð hefur farið fram .         Kóðar verða settir upp og starfsfólki kynnt rétt umgengni við vélina.

Næstu fundir. Næstu fundir sóknarnefndar verða sem hér segir:  – 11.1 – 7.2 – 6.3 – 3.5

 

Gjöf til Mosfellskirkju. Inga Elín Kristinsdóttir, myndlistamaður og hönnuður afhenti söfnuðinum að gjöf vatnskönnu úr postulíni, sem hún hannaði og skreytti. Kannan var gefin til Mosfellskirkju og á að nota við skírnarathafnir. Hún er gefin til minningar um móður hennar Eygerðir Ingimundardóttur, frá Hrísbrú, sem lést 11. Janúar 2005. Sr. Ragnheiður tók á móti gjöfinni við skírnarathöfn þann 4. Desember síðastliðinn.  Þar var skírður Sigmar Hrafn Blúmenstein, sonur Steinunnar Kristjánsdóttur (dóttur Eygerðar) og Sigfúsar Tryggva Blumenstein. Sóknarnenfdin þakkar þennan hlýhug til kirkjunnar.

Önnur mál

Bréf til alþingismanna. Bréf var sent til alþingismanna  i suðvesturkjördæmi  vegna  skerðingar á sóknargjöldum undanfarin ár.

Notkun á safnaðarheimilinu

Starfsreglur sóknarnefnda

 

Fundargerð ritaði: HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

6. desember 2011 18:47

Deildu með vinum þínum