Mætt: Hilmar, Kristján, Ragnheiður, Skírnir, Karl, Kjartan, Valgerður, Sigríður, Jónas, Arndís, Gylfi Dalmann og Hreiðar.

  1. Fundur settur

Formaður setti fundinn og bauð alla velkomna

  1. Orð og bæn. Sr. Ragnheiður las útr 12 kafla Matteusarguðspjalls. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.

Af ávextinum þekkist tréð

Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð. Þér nöðrukyn, hvernig getið þér, sem eruð vond, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla. Því af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.“

  1. Kynning á stefnumótunarvinnu starfsmanna og presta

Gylfi Dalmann fór yfir og kynnti vinnu presta og starfsmanna að stefnumótun safnaðarstarfsins. Sjá meðf flskj. Formaður þakkaði Gylfa fyrir hans vinnu.

Málið fær nánari umfjöllun síðar.

  1. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar var samþ. Farið var yfir hvort hægt væri að setja fundargerðir inn á heimasíðu kirkjunnar. Málið fært til framkvæmdanefndar til afgreiðslu.
  1. Skipan í embætti og nefndir

Sóknarnefnd – Aðalmenn                 Sóknarnefnd- Varamenn
Hilmar Sigurðsson, form                                     Helga Hinriksdóttir
Kristján Sigurbjarnarson, varaform                       Hólmfríður Arnalds
Svanhildur Þorkelssdóttir, gjaldk                          María Hákonardóttir
Karl E. Loftsson, ritari                                        Þórdís Sigurðardóttir
Jón Þ. Jónsson, varasafnaðarfulltrúi                      Páll Ásmundsson
Valgerður Magnúsdóttir, safnaðarfulltrúi                Elín Rósa Finnbogadóttir
Herdís Gunnlaugsdóttir                                       Kjartan Þór Reinholdsson

Framkvæmdanefnd
Framkvæmdanefnd sitja: Formaður sóknarnefndar, varaformaður sóknarnefndar,  gjaldkeri sóknarnefndar, prestar safnaðarins og framkvæmdastjóri

Byggingarnefnd:

Kristján Sigurbjarnarson, form

Birgir D. Sveinsson

Jón Þórður Jónsson

Jónas Þórir

Karl E. Loftsson

Már Karlsson

Svanhildur Þorkelsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Fjáröflunar- og kynningarnefnd:

Runólfur Smári Steinþórsson, form

Björn Björgvinsson

Þórdís Sigurðardóttir

Jónas Þórir

Hilmar Sigurðsson

Kjartan Reinholdsson

Stefnumótunarnefnd:                           Orgelnefnd:

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, form                 Jónas Þórir

Ragnheiður Jónsdóttir                                Ragnheiður Jónsdóttir

Skírnir Garðarsson                                     Jón Þórður Jónsson

Jónas Þórir

Hilmar Sigurðsson

Arndís Linn

  1. Safnaðarstarfið

Sr. Ragnheiður sagði frá safnaðarstarfinu og hefst það formlega næstkomandi sunnudag með fjölskylduguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00.

Sú breyting er á fyrirkomulagi fermingarfræðslu að fermingarbörnin fara í Vatnaskóg í stað Skálholts. Þar munu þau gista í eina nótt. Vegna þessarar breytinga mun kostnaður sóknarinnar aukast. Samþykkt var að vegna þessa ferða myndu börnin greiða kr. 2.000.- mismunurinn yrði greiddur af sókninni.

  1. Safnaðarblað – sögurit

Safnaðarblað ásamt sérstöku riti um 120 ára sögu Lágafellskirkju var dreift til allra í sókninni. Sérstakar þakkir eru færðar þeim Sigurður Hreiðari og Birgi D. Sveinssyni fyrir þeirra vinnu við blöðin.

  1. Rekstur
    1. Breytingar á nafni og kt.

Breytingar hafa verið gerðar á nafni tengdri kennitölu kirkunnar. Í stað Lágafellskirkju er núna Lágafellssókn. Einnig var Mosfellskirkja færð undir kennitölu Lágafellssóknar.

    1. Viðhald á kirkjum og safnaðarheimili

Málun á Mosfells og Lágafellskirkju er lokið.

Í safnaðarheimilinu var skenkurinn fjarlægður.

    1. Kirkjugarðurinn

Hreinsun / hirðing í garðinum í sumar gekk vel.

    1. Ljósritunarvél

Farið var yfir þörf safnaðarins á nýrri ljósritunarvél. Sú sem nú er í notkun ( eða ekki notkun) er nálægt því að vera ónothæf. Framkvæmdastjóra  var falið að ganga frá kaupum á nýrri vél eftir að hann og Ragnheiður hafa komist að niðurstöðu um hvaða vél á að kaupa.

  1. Kirkjubyggingarmál            
    1. Farið yfir niðurstöðu samkeppninnar

Kristján og Hilmar fóru yfir stöðu málsins í dag. Kostnaðaráætlun vegna byggingarinnar verður tilbúin um miðjan mánuðinn. Málinu var síðan vísað til framkvæmdanefndar. Sýnd var Power point sýning af verðlaunatillögunni.

    1. Bréf kirkjuráðs

Kirkjuráð sendi bréf og óskaði eftir fundi með okkur vegna fyrirhugaðrar kirkjubyggingar. Málinu var síðan vísað til framkvæmdanefndar

  1. Önnur mál
    1. Bréf frá biskup – lækkun sóknargjalda vegna 2010

Bréfið kynnt

    1. Afnot af sal. Félagsskapurinn Korpa sendi hér inn beiðni um frí afnot af safnaðarsalnum eins og þær hafa fengið undanfarin ár. Erindið samþykkt með sömu skilmálum og áður.
    2. Hagaganga hesta yfir sumarmánuðina við kirkjugarðinn.

Málinu vísað til framkvæmdanefndar

    1. Húsfriðunarnefnd- Bréf lesið og kynnt
    2. Ferð kirkjukórsins

Ferðin tókst í alla staði vel. Kórinn færði sóknarnefndinni hugheilar þakkir fyrir veittan stuðning við verkefnið.

Ekki fleira gert

 

Hreiðar Örn

Guðmundur Karl Einarsson

2. september 2009 18:38

Deildu með vinum þínum