Leiga á veislusal safnaðarheimilisins á 3. hæð:

Salurinn tekur 60-70 manns

Safnaðarheimili Lágafellssóknar er leigt út til funda- og veisluhalda. Salurinn tekur u.þ.b. 70 manns í sæti og hentar vel fyrir ýmiskonar fundarhöld og veislur, s.s. skírnar- og afmælisveislur.

Ásthildur S. Haraldsdóttir hefur umsjón með sal safnaðarins á 3. hæð í Þverholti 3.

Pöntun á sal eða fyrirspurnir eru sendar á Ásthildi S. Haraldsdóttur í netfangið bokasal270@gmail.com eða í síma 863 6696.

Verðskrár vegna leigu á veislusal safnaðarheimilisins

  1. Staðfestingargjald er greitt strax, 10.000 kr. inná bankareikning 315-26-848 kt. Lágafellssóknar 710169-3229. Senda staðfestingu greiðslu í tölvupósti bokasal270@gmail.com
  2. Eftirstöðvar salarins 34.000 kr. er greiddur upp viku fyrir notkun á sama reikning. Senda staðfestingu greiðslu í tölvupósti bokasal270@gmail.com
  3. Starfsmaður fylgir ávallt salnum. Verð pr. klst. er 6.500 kr. og lágmark 4 klt. = 26.000 kr. Ef fjöldi gesta fer yfir 50 manns þarf tvo starfsmenn. Verð per. klst fyrir aukamanneskju er 6.500 kr. og lágmark 4 klt. = 26.000 kr.
  4. Eftir notkun salar er greidd þjónusta, þrif eftir tíma og fjölda gesta.
  5. Reikningur sendur á leigutaka í tölvupósti og krafa stofnuð í heimabanka fyrir eftirstöðvum.

Í nóvember 2020 fékk safnaðarsalurinn og eldhúsið endurnýjun lífdaga. Kominn var tími til að fjárfesta í nýjum borðum og stólum. Einnig var eldhúsið endurnýjað og fjárfest í nýjum borðbúnaði fyrir komandi útleigur. Sjá myndir en fleiri myndir eru væntanlegar fyrir mismunandi uppstillingar á salnum.