Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 22. september kl. 11:00. Sr. Kristín Pálsdóttir mun koma sem gestaprestur og leiða helgihaldið. Það er ánægjulegt þar sem Kristín hefur í tvígang starfað hér um lengri tíma og fögnum við því að hún þjóni í Lágafellskirkju. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur að venju undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Verið öll velkomin til kirkju!

By |2019-09-17T15:55:24+00:0017. september 2019 15:55|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Fögnum degi íslenskrar náttúru í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Sunnudaginn 15. september verður guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Þar fögnum við degi íslenskrar náttúru sem hefur verið haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert frá árinu 2010. Þessi þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð er líka dagur Díakonínunnar, kærleiksþjónustunnar í kirkjunum landsins. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur fyrir og með söfnuðinum lofgjörð til Guðs og íslenskrar náttúru. Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson organisti sem sinnir afleysingum í söfnuðinum næstu mánuði. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir þjónar fyrir altari. Hildur Salvör Backman er meðhjálpari. Verið öll velkomin.

By |2019-09-12T11:01:03+00:0012. september 2019 11:01|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fögnum degi íslenskrar náttúru í guðsþjónustu í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Heilunarguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, föstudaginn 13. september kl. 20:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og Vigdís Steinþórsdóttir leiðir hóp græðara.  Svava Kristín Ingólfsdóttir, söngkona og  Þorvaldur Örn Davíðsson  organisti sjá um. Heilunarguðsþjónusta haustsins er í tengslum við Heimsljósmessu sem er fræðandi samvera um heilsu,  bæði andleg sem líkamleg sem haldin er í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ

By |2019-09-10T11:30:14+00:0010. september 2019 11:30|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Staða Kirkjuvarðar laus til umsóknar

50% Starf kirkjuvarðar Lágafellssóknar er laust til umsóknar frá 1.10.2019. Kirkjuvörður hefur umsjón með Mosfellskirkju og Lágafellskirkju.  Sér um undirbúning og hefur viðveru í helgihaldi og athöfnum.  Sér um þrif á kirkju og önnur tilfallandi störf.

Við leitum að góðum einstaklingi sem er jákvæður, þjónustulipur og góður í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 23.sept. Umsókn og ferilsskrá sendist á netfangið ida(hja)lagafellskirkja.is

By |2019-09-05T10:33:53+00:007. september 2019 10:33|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Staða Kirkjuvarðar laus til umsóknar

Fermingarfræðsla hefst í næstu viku!

Fermingarfræðsla veturinn 2019 – 2020 verður kennd í húsakynnum  Lágafellssóknar , Þverholti 3, á 2. hæð. Börnin koma með sínum bekk eftir skóla. Fermingarfræðslan hefst  10. , 11. og 12. september. Tímataflan er sem hér segir:

Þriðjudagur

  • 8. SÓÞ og 8. ÝÞ     kl.13:45 – 14:25   (Lágafellsskóli)
  • 8. AST og 8.TH      kl.14:45 – 15:25   (Varmárskóli)
  • 8. GH                      kl.15:45 – 16:25  (Lágafellsskóli)

Miðvikudagar

  • 8.  SB                      kl.14:30 – 15:10   (Varmárskóli)
  • 8. ÍÓ                        kl.15:30 – 16:10    (Varmárskóli)

Fimmtudagur

  • 8. SG              kl.14:30 – 15:10   (Varmárskóli)
  • 8. SG              kl. 15:30 – 16:10     (Lágafellsskóli)
By |2019-09-06T16:37:33+00:006. september 2019 16:37|Categories: Fermingarfréttir, Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarfræðsla hefst í næstu viku!

Upphaf vetrarstarfsins í Lágafellssókn

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli verður kl.13 í Lágafellskirkju 8. september.
Sr. Ragnheiður, Berglind og Ársæll leiða athöfnina ásamt kirkjukór Lágafellskirkju sem leiðir safnaðarsöng.
Skemmtileg stund í upphafi vetrar þar sem að hægt er að kynna sér starf kirkjunnar.
Fjölmennum öll!

By |2019-09-04T16:53:56+00:004. september 2019 16:53|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Upphaf vetrarstarfsins í Lágafellssókn

Foreldramorgnar hefjast 12. september

Foreldramorgnar í Lágafellssókn hefjast fimmtudaginn 12. september með fræðslu um skyndihjálp barna. Foreldramorgnar verða í allan vetur á fimmtudögum milli 10 og 12 í safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3 á 2. hæð. Með því að smella hér er hægt að sjá dagskrá foreldramorgna fram að jólum. Á síðunni eru einnig nánari upplýsingar um foreldra morgna. Umsjón með foreldramorgnum hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni.

By |2019-08-22T11:36:21+00:004. september 2019 11:32|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Foreldramorgnar hefjast 12. september

Guðsþjónusta ,,Í túninu heima“ í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Fögnum saman, þökkum liðið sumar og uppskeru. Biðjum fyrir byggð og bóli og tökum á móti blessun Guðs. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur leiðir helgihald. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Velkomin í samfélagið í kirkjunni þinni.

By |2019-08-28T18:08:10+00:0028. ágúst 2019 18:08|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta ,,Í túninu heima“ í Lágafellskirkju

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

Hefð er fyrir því hjá okkur í Lágafellssókn að hafa guðsþjónustu síðasta sunnudags hvers mánaðar í Mosfellskirkju. Í samræmi við þá hefð verður guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00. Þetta er jafnframt fyrsta guðsþjónustan sem kirkjukórinn tekur þátt í eftir sumarfrí. Organisti safnaðarins, Þórður Sigurðarson leiðir tónlistina og sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari.

By |2019-08-21T12:03:26+00:0021. ágúst 2019 12:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

GÓSS í Lágafellskirkju í túninu heima

Lágafellskirkja í samstarfi við bæjarhátíðina Í túninu heima bjóða til tónleika í Lágafellskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl 20:00. Hljómsveitin GÓSS kemur fram og syngur hugljúf lög af nýútkominni plötu sinni, Góssentíð sem var einmitt tekin upp í Lágafellskirkju á vormánuðum 2019.

Tónleikarnir eru styrktir af bæjarhàtíðinni og því er frítt inn á tónleikana. Hér er viðburðurinn á Facebook.

Hljómsveitin Góss er tríó, skipað þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Er nafn sveitarinnar einmitt sett saman úr fyrstu stöfunum í nöfnum meðlima.

Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvurum þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti og fjölhæfasti bassaleikari landsins en hann hefur leikið með ótrúlegum fjölda hljómsveita, auk þess að vinna sem upptökustjóri fyrir fjölmörg verkefni.

Sveitin tengist sterkum fjölskyldu- og vináttuböndum en Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður, Sigríður og Guðmundur eru saman í Hjaltalín og öll þrjú hafa þau unnið saman í fjölmörgum mismunandi verkefnum. Það má því segja að það hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt þegar hljómsveitin GÓSS varð til sumarið 2017. Þá lét sveitin draum verða að veruleika og hélt í tónleikaferð um landið. Sveitin endurtók förina árið eftir og hefur jafnframt spilað við alls kyns tilefni um allt land.

Hvar sem sveitin hefur stigið á stokk hafa móttökurnar verið gríðarlega jákvæðar, og því fannst meðlimum sveitarinnar ekki annað hægt en að drífa sig í upptökuverið og reyna að fanga þann góða og ljúfa anda sem skapast hefur á tónleikum sveitarinnar.

By |2019-08-20T13:19:23+00:0020. ágúst 2019 13:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við GÓSS í Lágafellskirkju í túninu heima