Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir

Fræðsla um tengslamyndun barn á Foreldramorgnum

Á foreldramorgnum næstkomandi fimmtudag, 24. janúar kemur Jórunn Edda Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni í Mosfellsbæ og fræðir hópinn um tengslamyndun barna. Kaffi og léttar veitingar, góð aðstaða fyrir barnavagna og börn til að leika sér. Foreldramorgnar eru á 2. hæð í Safnaðarheimilinu frá 10 – 12.

By |2019-01-22T14:38:07+00:0022. janúar 2019 14:38|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fræðsla um tengslamyndun barn á Foreldramorgnum

„Er maður nær Guði á fjallstoppi K2, Proad Peak og Lhotse?” ?“ Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Sunnudaginn 20. janúar verður kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.20:00. Þar verður ræðumaður John Snorri Sigurjónsson, fjallagarpur, ofurhugi og athafnamaður. Yfirskrift ræðunnar er ,,Er maður nær Guði á fjallstopi K2, Proad Peak og Lhotse?“. Prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir og leiðir hún helgihald. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Meðhjálpari er Hildur Backman.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 13:00 í umsjón Berglindar Hönnudóttur og Þórðar Sigurðarsonar.

By |2019-01-17T10:13:45+00:0017. janúar 2019 09:47|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við „Er maður nær Guði á fjallstoppi K2, Proad Peak og Lhotse?” ?“ Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju

Nýtt TTT námskeið hefst í Lágafellskirkju 17. janúar

Nýtt TTT námskeið hefst í Lágafellskirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 17:00. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og fer fram í Safnaðarheimili Lágafellssóknar á 2. hæð. Umsjón hafa Berglind æskulýðsfulltrúi og Sóley Alda og Petrína. Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um námskeiðið.

By |2019-01-11T10:58:06+00:0011. janúar 2019 10:56|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nýtt TTT námskeið hefst í Lágafellskirkju 17. janúar

Sunnudagaskólinn hefst aftur á sunnudag í Lágafellskirkju

Sunnudagaskólinn hefur gögnu sína á nýj eftir jólafrí 13. Janúar kl 13:00. Eins og að venju er sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju. Allir velkomnir að koma og hafa fjör með okkur í vor. Við ætlum að syngja, leika, dansa, heyra sögur og sjá leikrit. Hlökkum til að hitta ykkur sem flest. Bella æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti

By |2019-01-10T16:07:06+00:0010. janúar 2019 16:07|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn hefst aftur á sunnudag í Lágafellskirkju

Tvær guðsþjónustur í Lágafellskirkju um helgina

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju kl: 11:00 sunnudaginn 13. janúar. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihaldið og kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Kl. 17:00 er svo Batamessa í Lágafellskirkju og er hún unnin í samvinnu við samtökin Vinir í bata sem leiða 12 sporastarf í kirkjum landsins. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihaldið ásamt sjálfboðaliðum. Þorvaldur Örn Davíðsson er organisti.

By |2019-01-10T10:42:29+00:0010. janúar 2019 10:42|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tvær guðsþjónustur í Lágafellskirkju um helgina

Foreldramorgnar hefjast aftur – Skyndihjálp barna

Foreldramorgnar hefjast á nýju ári fimmtudaginn 10. janúar kl. 11:00. Á þessum fyrsta foreldramorgni kemur Guðmundur Ingi í heimsókn og kennir réttu handttökin við skyndihjálp barna. Á foreldramorgna eru öll þau sem eru heima með ung börn og hafa áhuga á að hittast foreldra í sömu aðstöðu. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga milli 10 og 12 og fólki er frjálst að mæta þegar því hentar. Foreldrarmorgnar eru með hóp á Fésbók þar sem hægt er að fylgjast með dagskránni hverju sinni og fá áminningu um morgnana. Smellið hér.

Þá er hægt að sjá dagskrá foreldramorgna hér.

By |2019-01-09T15:16:53+00:009. janúar 2019 14:11|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Foreldramorgnar hefjast aftur – Skyndihjálp barna

Fjölskylduguðsþjónusta í fyrstu messu ársins

Fjölskylduguðsþjónusta verður með léttu sunnudagaskólaívafi í Lágafellskirkju 6. janúar kl. 11:00. Þetta er fyrsta guðsþjónusta ársins og markar um leið upphaf barnastarfsins. Sunnudagaskólinn hefst svo næsta sunnudag 13. janúar kl. 13:00. Við syngjum létta söngva, heyrum Biblíusögu úr Sunnudagaskólanum. Umsjón með guðsþjónustunni hafa sr. Arndís, Berglind æskulýðsfulltrúi og Þórður organisti. Hefjum árið á léttum nótum og njótum þess að koma í kirkjuna.

By |2019-01-04T12:48:52+00:004. janúar 2019 12:47|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðsþjónusta í fyrstu messu ársins

Helgihald um jól og áramóti í kirkjum Lágafellssóknar

Við fögnum helgri hátíð í húsi Guð með helgihaldi yfir jól og áramót 2018
Fögnum helgri hátíð í húsi Guðs.

24. desember – Aðfangadagur
Kl. 13:00 Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju  Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi
Kl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Einsöngvari: Bergþóra ÆgisdóttirFiðluleikur: Sigrún Harðardóttir
Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn, Fiðluleikur: Sigrún Harðardóttir

25. desember – Jóladagur
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Einsöngur: Einar Clausen
Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Arndís Linn. Einsöngur: Einar Clausen

31. desember – Gamlársdagur
Kl. 17:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

By |2018-12-20T15:27:42+00:0020. desember 2018 15:26|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald um jól og áramóti í kirkjum Lágafellssóknar

Ungir menn á uppleið- Námskeið fyrir drengi 13 – 15 ára

Öflugt og skemmtilegt námskeið fyrir  13 -15 ára stráka verður haldið í safnaðarheimili  Lágafellskirkju. Námskeiðið verður haldið fimm miðvikudaga miðvikudaga í röð  kl 18 -20 og hefst 16.  janúar. Þátttökugjald er aðeins 5000 krónur. Nánari upplýsingar er að finna hér https://www.lagafellskirkja.is/born-og-unglingar/ungir-menn-a-uppleid/

 

By |2018-12-20T15:03:40+00:0020. desember 2018 14:22|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ungir menn á uppleið- Námskeið fyrir drengi 13 – 15 ára

Biðjumst velvirðingar

Við hjá Lágafellssókn biðjumst velvirðingar á því að í dag 16. desember var sunnudagaskóli auglýstur kl.13 í Lágafellskirkju. Aðventustund barnanna fór fram kl.11:00 og því féll sunnudagaskólinn niður. Við biðjum þau sem komu að lokuðum dyrum innilegrar afsökunar.

By |2018-12-16T13:41:58+00:0016. desember 2018 13:41|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Biðjumst velvirðingar