Leikur að læra – fræðsla á Foreldramorgnum

Þú ert hér: ://Leikur að læra – fræðsla á Foreldramorgnum

Miðvikudaginn 20. janúar kemur Kristín Einarsdóttir íþróttakennari til okkar á Foreldramorgna og fræðir okkur um ,,Leikur að læra“

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 – 10 ára eru  kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt.

Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.  Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými.

By | 2016-01-18T11:37:08+00:00 18. janúar 2016 11:37|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Leikur að læra – fræðsla á Foreldramorgnum